Bækurnar um ömmu óþekku eru hluti af Ljósaseríunni. Í Ljósaseríunni eru bækur sem eru sniðnar að þörfum nýrra lesenda og kjörnar fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.

 

Amma óþekka – Klandur á Klambratúni

Í þessari sögu má segja að ævintýrin elti ömmu og Fanneyju Þóru alla leiðina heim. Þær langmæðgur eru að leika sér á Klambratúni í Reykjavík þegar gömul vá lætur á sér kræla; sjálf Grýla lifnar við og er sársvöng eftir langan dvala. Sem betur fer eru Fanney Þóra og amma ráðagóðar sem fyrri daginn.

Amma óþekka – Klandur á Klambratúni er þriðja bókin í hinum sívinsæla flokki um ömmu og Fanneyju Þóru.

Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti.

 

 

 

 

 

Amma óþekka og huldufólkið í hamrinum  amma_2_3d_smaller

Amma óþekka gerir það sem hún vill – þegar hún vill! 
Í þessari sögu fara þær langmæðgur í heimsókn til vinkonu ömmu í Hveragerði. Á Jónsmessunótt finnur Fanney Þóra töfrastein sem flytur hana í álfheima. Þar er allt í uppnámi því Blæheiði álfadrottningu hefur verið rænt af ófrýnilegum svartálfi.
Amma óþekka og Fanney Þóra deyja þó ekki ráðalausar.

Amma óþekka og huldufólkið í hamrinum er sjálfstætt framhald bókarinnar Amma óþekka og tröllin í fjöllunum sem hefur notið mikilla vinsælda.

Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti.

 

 

Bækurnar eru fáanlegar hjá öllum betri bóksölum:

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2


 


Amma óþekka
Amma óþekka og tröllin í fjöllunum
Amma óþekka gerir það sem hún vill – þegar hún vill!

Í þessari sögu fara þær amma og Fanney Þóra á fjöll. Þar ætla þær að teikna og mála, sofa
í tjaldi, sjóða pylsur á prímus og drekka kakó.

Íslenska náttúran er hins vegar óútreiknanleg og yfirvofandi eldgos setur heldur betur strik í reikninginn.  Þegar allt stefnir í óefni berst þeim hjálp úr óvæntri átt.

Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti.

 

Bókin er fáanleg hjá öllum betri bóksölum:

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2