fbpx

Söluhæstu bækurnar þennan septembermánuðinn voru aldeilis fjölbreyttar. Feimnispúka kannast greinilega einhverjir við og sama má segja um Letipúkana. Amma óþekka heldur uppteknum hætti og í Búðarferðinni má sjá hvernig ímyndunaraflið getur breytt hversdagslegri búðarferð í algjört ævintýri.

3dfeimni
1. Feimnispúkar
amma_2_3d_smaller
2. Amma óþekka
3dleti
3. Letipúkar
budarferdin_a
4. Búðarferðin
hrollur_4_3d_smaller
5. Draugaströndin

Þar sem styttist í jólin ætlum við að setja inn metsölulista vikulega fram að jólum. Það er helst að frétta að Amma óþekka trónir á toppnum. Bókin er uppseld hjá útgefanda en eitthvað af eintökum eru enn til í verslunum um land allt. Svo er ungmennabókin Violet og Finch stokkin í annað sæti enda virkilega fín saga fyrir ungmenni á öllum aldri. Kamilla Vindmylla ætti að vera flestum kunn, sem og Rökkurhæðir en Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur skýtur sér beint í fjórða sætið. Koparborgin hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna í vikunni – til hamingju Ragnhildur!

Amma óþekka
1. Amma óþekka og tröllin í fjöllunum
2. Violet og Finch
2. Violet og Finch
kamilla Vindmilla kapa copy
3. Kamilla Vindmylla og unglingarnir í iðunni
Koparborgin
4. Koparborgin
Atburdur
5. Rökkurhæðir 7: Atburðurinn

Í Ljósaseríunni eru myndskreyttar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af ólíkum myndskreytum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.

Ljósaseríuklúbburinn

Vertu með í skemmtilegasta bókaklúbbi landsins! Ljósaseríuklúbburinn er frábær klúbbur fyrir hressa krakka. Fjórum sinnum á ári fá áskrifendur senda glænýja bók inn um lúguna. Bækurnar berast áskrifendum áður en þær fara í almenna sölu.

Verðið er eingöngu 2190.- með sendingargjaldi fyrir hverja bók, sem er 25% lægra en almennt verð. Verðið er 2650.- með sendingargjaldi fyrir áskrifendur sem búa utan Íslands.

Að auki fá nýir áskrifendur að velja sér eina af eldri bókunum í flokknum með fyrstu sendingu, sér að kostnaðarlausu.

Skráning í Ljósaseríuklúbbinn.

Fleiri Korkusögur eftir Ásrúnu og Sigríði Magnúsdætur

Fyrirmyndarstúlkan Korka er komin aftur á kreik. Eins og venjulega ræður ímyndunaraflið og uppátektarsemin för – að viðbættu fjörinu sem ólgar í maganum! 

Að þessu sinni tekst Korka á við stingumaura, vatnsstríð og brotinn vasa og að venju eru hundarnir Addi og Máni ekki langt undan. Korka kynnist líka lögreglu- og slökkviliðskonum og þar með er framtíðarstarfið ákveðið.

En hvað eru þessar mörgæsir að þvælast fyrir? 

Bókin verður send til áskrifenda í lok júlí ásamt inngöngugjöf til nýrra áskrifenda, sem má velja úr eldri titlum hér að neðan.

 

 

Hér að neðan má sjá áður útgefnar bækur í Ljósaseríunni.

Hundurinn með hattinn eftir Guðna Líndal Benediktsson.

Allir vita að enginn er betri í að leysa ráðgátur en Spori. Þegar dularfullur þjófnaður dregur úr honum kjarkinn lendir það á kettlingnum Tása að stappa í hann stálinu.

Saman lenda þeir í lævísum refum, skuggalegum smáhundum og svakalegum heilabrotum í þessu þrælskemmtilega ævintýri.

 

Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni eftir J.K. Kolsöe

Ferðalag langfeðganna heldur áfram.
Nú fara þeir á Bedfordinum að Kleifarvatni með viðkomu í Strandakirkju.
Við Kleifarvatn vakna þeir upp við vondan draum. Getur verið að allar þjóðsögurnar séu sannar? Að það séu ekki bara skessur í Þrengslunum, nykur í Hlíðarvatni heldur líka skrímsli í Kleifarvatni?

Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti

Korkusögur eftir Ásrúnu Magnúsdóttur

Korka er með sítt ljóst hár og stór blá augu. Sumir segja að hún sé algjör fyrirmyndarstúlka en foreldrar hennar vita betur. Korka er nefnilega algjör prakkarakringla sem ræður stundum ekkert við fjörið innra með sér og hefur lag á því að koma sér í vandræði. Það er samt sjaldnast henni að kenna, það gerist bara alveg óvart.

Sigríður Magnúsdóttir myndskreytti

Pétur og Halla við hliðina: Útilegan eftir Ingibjörgu Valsdóttur

Nágrannarnir Pétur og Halla eru góðir vinir þótt Höllu finnist best að vera á fleygiferð en Pétur vilji heldur vera í rólegheitum. Þau fá leyfi til að fara ein í útilegu og þar gerast fyndnir, óvæntir og líka ægilegir atburðir.

Auður Ýr myndskreytti

Tinna trítlimús eftir Aðalstein Stefánsson

Tinna trítlimús er hugrakkasta músastelpan í Heiðmörk. Hún lendir í æsilegu ævintýri með besta vini sínum, Kola kanínustrák, þegar þau leggja í hættulegan leiðangur til að sækja lyfjagras handa veikri ömmu Tinnu. Tinna og Koli verða að nýta allt sitt hugrekki til að bjarga lífi sínu og komast heim til ömmu.

Ingi Jensson myndskreytti.

Pétur og Halla við hliðina: Fjöruferðin eftir Ingibjörgu Valsdóttur

Halla er nýflutt í húsið við hliðina á Pétri. Hann veit ekki alveg hvort þau geti verið vinir því Halla vill alltaf vera á fleygiferð en Pétri finnst gott að vera kyrr. Hún fær Pétur til að fara með sér í fjöruferð einn rigningardaginn – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Auður Ýr myndskreytti

Amma óþekka – Klandur á Klambratúni eftir J. K. Kolsöe

Í þessari sögu má segja að ævintýrin elti ömmu og Fanneyju Þóru alla leiðina heim. Þær langmæðgur eru að leika sér á Klambratúni í Reykjavík þegar gömul vá lætur á sér kræla; sjálf Grýla lifnar við og er sársvöng eftir langan dvala. Sem betur fer eru Fanney Þóra og amma ráðagóðar sem fyrri daginn.

Amma óþekka – Klandur á Klambratúni er þriðja bókin í hinum sívinsæla flokki um ömmu og Fanneyju Þóru.

Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti

Afi sterki – Hættuför að Hlíðarvatni eftir J. K. Kolsöe

Afi sterki hefur krafta í kögglum og ráð undir rifi hverju!

Afi Magni og Aron Magni halda í ferðalag á Bedfordinum. Í þetta sinn er ferðinni heitið að Hlíðarvatni þar sem langfeðgarnir ætla að veita silung í net. Aron Magni hefur áhyggjur af því að nykurinn í Hlíðarvatni hafi vaknað um leið og skessuskammirnar í Þrengslunum en afi hefur litla trú á því. Þeir komast þó að raun um að sumar munnmælasögur eru dagsannar!

Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti

Amma óþekka og huldufólkið í hamrinum  

Amma óþekka gerir það sem hún vill – þegar hún vill! 
Í þessari sögu fara þær langmæðgur í heimsókn til vinkonu ömmu í Hveragerði. Á Jónsmessunótt finnur Fanney Þóra töfrastein sem flytur hana í álfheima. Þar er allt í uppnámi því Blæheiði álfadrottningu hefur verið rænt af ófrýnilegum svartálfi.
Amma óþekka og Fanney Þóra deyja þó ekki ráðalausar.

Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti

Afi sterki og skessuskammirnar eftir J. K. Kolsöe

Afi sterki hefur krafta í kögglum og ráð undir rifi hverju!

Afi Magni býður Aroni Magna í ferðalag á Bedfordinum. Í Þrengslunum brestur á þrumuveður sem kemur af stað skelfilegri skriðu. Lætin eru þvílík að tvær skessur sem hafa sofið vært um árabil hrökkva upp með andfælum.
Nývaknaðar skessur eru glorsoltnar og vita fátt betra en litla stráka. Það er eins gott að hann afi kann sitthvað fyrir sér!

Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti.

 

Funi og Alda falda eftir Hilmar Örn Óskarsson

Funi veit ekkert skemmtilegra en að vera inni.

Skemmtilegast af öllu finnst honum þó að vera inni OG í tölvunni. Mamma er ekki sammála og heimtar að hann fari út að leika og svoleiðis lagað getur gert Funa alveg ferlega fúlan.
Einn góðan veðurdag þegar hann hangir úti, í einni af ferlegu fýlunum, hittir hann dularfulla stelpu sem fer með hann í stórkostlegt ferðalag.

Helga Ármann myndskreytti

Bækur úr Ljósaseríunni fást hjá eftirtöldum söluaðilum og hjá öllum betri bóksölum:

Amma óþekka og Afi sterki eru vinsælustu Bókabeitubækurnar í nóvember. Svo eru það stjúpsystkinin Úlfur og Edda, unglingurinn Doddi og að lokum Endalokin.

annaafu
1. og 2. Amma óþekka og Afi sterki

ulfuredda-302x384
3. Úlfur og Edda: Dýrgripurinn

doddi
4. Doddi: Bók sannleikans!

endalokin3
5. Endalokin: Útverðirnir

Hérna má sjá mest seldu bækurnar í október hjá Bókabeitunni, Björt og Töfralandi:

HrollurAllar
1. Hrollur 1-3

Amma óþekka
2. Amma óþekka

Koparborgin
3. Koparborgin

Solbjort
4. Sólbjört Valentína

Þegar þú vaknar
5. Þegar þú vaknar

Töfraland – Bókabeitan gefur út marga titla sem henta fyrir yngsta skólastigið. Höfundar okkar hafa verið duglegir að kíkja við í leikskólum og bókasöfnum með bækur sínar.

Eftirtaldar bækur teljum við að henti sérstaklega vel fyrir leikskólabörn og yngstu bekki grunnskóla:

Ég hlakka til eftir Ragnheiði Gestsdóttur

Þessi dásamlega bók er hugsuð til samlestrar og spjalls fyrir börn og fullorðna. Einfaldur textinn leynir á sér, því með aðstoð hans má kveikja umhugsun og umræður um óskir, drauma og tilhlökkun. Myndirnar eru litríkar og einfaldar og vísa í umhverfi barnanna.

Bókin er tvöföld, annars vegar Ég hlakka til og ef henni er snúið við ber hún titilinn Mig langar.

Til að bóka upplestur hjá Ragnheiði er best að hafa samband beint við hana í netfangið goag@mi.is eða í síma 8918503.

 

 

Elstur í bekknum eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur.

Það getur verið dálítið skrítið að byrja í nýjum skóla þar sem maður
þekkir engan. En það er eiginlega stórfurðulegt þegar níutíu og sex ára
gamall karl sest við hliðina á manni og enginn kippir sér upp við það!
Fljótlega verða bekkjarfélagarnir Eyja og Rögnvaldur ágætis vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Þegar Eyja kemst að leyndarmáli Rögnvaldar gera þau með sér samning en tekst Eyju að standa við hann?

(lang) Elstur í bekknum er fyrsta skáldsaga Bergrúnar í fullri lengd.  Bókin prýða dásamlegar litmyndir Bergrúnar og uppsetningin miðar að þörfum þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á lestrarbrautinni.

Til að bóka upplestur hjá Bergrúnu er best að hafa samband beint við hana gegnum netfangið bergruniris@gmail.com eða í síma 6981985.

amma_2_3d_smaller afi_1_3d_smaller

Amma óþekka og Afi sterki eftir J. K. Kolsöe

Afi sterki hefur krafta í kögglunum og ráð undir rifi hverju og Amma óþekka gerir það sem hún vill – þegar hún vill!

Bækurnar um Ömmu óþekku og Afa sterka eru hluti af Ljósaseríunni. Í Ljósaseríunni eru bækur sem eru sniðnar að þörfum nýrra lesenda og kjörnar fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.

 

Til að bóka upplestur hjá Jennýju er best að hafa samband beint við hana í netfangið jenny.kolsoe@gmail.com

Jenný K. Kolsöe er fædd á Haðastíg 6 í Reykjavík og það var árið 1952.

Hún fæddist í rúmi ömmu sinnar og lengi vel svaf hún í kommóðuskúffu sem var djúpt og stór, sérstaklega fyrir svona lítið barn. Hún var einstaklega hárprúð og þegar hún var fjögurra  ára hitti hún Grýlu, sem strauk yfir hárið á henni og hún sturlaðist af hræðslu og reyndi að skríða undir sófann hjá ömmu sinni en hausinn á henni var of stór.

Í dag er Jenný orðin amma, á fjögur barnabörn sem hún hefur sagt sögur frá því þau fæddust.

Og svo kom Tíminn og sagði að nú væri komið að því að festa þessar sögur á blað og leyfa öðrum börnum að heyra um þær, því ekki getur hún sjálf farið um allt og hitt öll börn til að segja þeim sögurnar.

Svo Jenný manaði sig upp og fór og hitti Mörtu og Birgittu hjá Bókabeitunni og þeim leist þannig á sögurnar að þær ákváðu að öll börn ættu að hafa tækifæri til að lesa þær.

Svo Gemlingar og Grislingar, nú er tækifærið að lesa skemmtilega sögu sem heitir: Amma Óþekka og tröllin í fjöllunum.

Góða skemmtun!

 

Söluhæstu bækurnar þennan septembermánuðinn voru aldeilis fjölbreyttar. Feimnispúka kannast greinilega einhverjir við og sama má segja um Letipúkana. Amma óþekka heldur uppteknum hætti og í Búðarferðinni má sjá hvernig ímyndunaraflið getur breytt hversdagslegri búðarferð í algjört ævintýri.

3dfeimni
1. Feimnispúkar

amma_2_3d_smaller
2. Amma óþekka

3dleti
3. Letipúkar

budarferdin_a
4. Búðarferðin

hrollur_4_3d_smaller
5. Draugaströndin

Þar sem styttist í jólin ætlum við að setja inn metsölulista vikulega fram að jólum. Það er helst að frétta að Amma óþekka trónir á toppnum. Bókin er uppseld hjá útgefanda en eitthvað af eintökum eru enn til í verslunum um land allt. Svo er ungmennabókin Violet og Finch stokkin í annað sæti enda virkilega fín saga fyrir ungmenni á öllum aldri. Kamilla Vindmylla ætti að vera flestum kunn, sem og Rökkurhæðir en Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur skýtur sér beint í fjórða sætið. Koparborgin hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna í vikunni – til hamingju Ragnhildur!

Amma óþekka
1. Amma óþekka og tröllin í fjöllunum

2. Violet og Finch
2. Violet og Finch

kamilla Vindmilla kapa copy
3. Kamilla Vindmylla og unglingarnir í iðunni

Koparborgin
4. Koparborgin

Atburdur
5. Rökkurhæðir 7: Atburðurinn

Hérna má sjá mest seldu bækurnar í október hjá Bókabeitunni, Björt og Töfralandi:

HrollurAllar
1. Hrollur 1-3

Amma óþekka
2. Amma óþekka

Koparborgin
3. Koparborgin

Solbjort
4. Sólbjört Valentína

Þegar þú vaknar
5. Þegar þú vaknar