fbpx

Doddi: Ekkert rugl! eftir Þórdísi Gísladóttur og Hildi Knútsdóttur.

Munið þið eftir fyrri bókinni um mig?
Í þessari bók held ég áfram að fjalla um æsilegt líf mitt og vina minna. Til dæmis fjalla ég um:

* Þegar hitastigið í sambandi okkar Huldu Rósar fór niður að frostmarki.
* Áhyggjur mínar af sambandi mömmu við dularfullan útlending.
* Árangur minn á sviði skordýrafræða og glæsilega framkomu í sjónvarpsþætti.
* Þátttöku í brjóstabyltingu.
* Þegar lögreglan handtók mig á Austurvelli

Doddi – Ekkert rugl! er sjálfstætt framhald bókarinnar Doddi – Bók sannleikans! sem fékk frábærar viðtökur og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.

Spennandi og ótrúlega fyndin bók um íslenska unglinga eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur.
Elín Elísabet Einarsdóttir myndskreytti.

 

Bókin er fáanleg hjá öllum betri bóksölum:

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2

 

 

Doddi: The Book of Truth! by Hildur Knútsdóttir and Þórdís Gísladóttir

Doddi is a refreshing, exciting and extremely funny book for teens by the much awarded authors Hildur Knútsdóttir and Þórdís Gísladóttir. This is their first collaboration.

To the readers of this book:
It can be difficult to find interesting books for teens. Some are way too thick, others too fantastic or they take place in prehistoric times. This book is definitely NOT like that! It’s about my life. I am fourteen years old and have two hobbies/interests; insects and women. My best friend Pawel also has two interests; The European Union and math (I know, right?!).

Doddi is perfect for pre-teens and younger teens with a realistic and funny take on life as an Icelandic teen. Doddi is illustrated by Elín Elísabet Einarsdóttir, with a picture at the start of each chapter and small pictures here and there. The book was nominated bot for The Icelandic Literature Price and Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Price.

 

doddi

unglingabokDoddi – Bók sannleikans! er hressandi, spennandi og sjúklega fyndin unglingabók eftir verðlaunahöfundana Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur, myndskreytt af Elínu Elísabetu Einarsdóttur.

Til lesenda þessarar bókar:
Það flókið að finna almennilegar unglingabækur. Sumar eru of þykkar en aðrar of ævintýralegar eða gerast í fornöld.

Þessi bók er ALLS EKKI þannig.
Hún fjallar um líf mitt. Ég er fjórtán ára og á mér aðallega tvö áhugamál; skordýr og kvenfólk. Besti vinur minn Pawel á sér líka tvö áhugamál; Evrópusambandið  og stærðfræði ( ég veit!).

maurÍ þessari bók er sagt frá ýmsum æsandi viðburðum úr lífi mínu, við sögu koma meðal annars sólarlandaferð, hrekkjavökupartý, skordýr og þúsundfætlur, Tindertilraunir mömmu minnar, ólögleg viðskipti við glæpakvendi og fegursta stúlka Íslands.

– Doddi (tilvonandi heimsfrægur skordýrafræðingur).

Bókin fæst í eftirfarandi vefverslunum og hjá öllum betri bóksölum. Doddi: Bók sannleikans! er líka fáanleg sem rafbók.

EymundssonHeimkaup logo PNGBMMforlagid2

ebaekur-logo

amazon

 

Elín Elísabet Einarsdóttir er fædd 1992 og alin upp í Borgarnesi. Hún hefur búið að mestu leyti í Reykjavík síðustu árin með viðkomu á Borgarfirði eystri, Englandi, í Noregi, Guatemala, Berlín og víðar.

Eftir fornám í sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík tók Elín Elísabet diplómagráðu frá teiknideild sama skóla árið 2016. Meðfram náminu fór hún að taka að sér ýmis verkefni, allt frá forsíðum tímarita til veggmálverka, og starfar nú sjálfstætt sem teiknari.

Elín Elísabet myndskreytti unglingabókina Doddi: Bók sannleikans! eftir Þórdísi Gísladóttur og Hildi Knútsdóttur.

Hægt er að kynna sér verk Elínar Elísabetar nánar á heimasíðu hennar: www.elinelisabet.com

Amma óþekka og Afi sterki eru vinsælustu Bókabeitubækurnar í nóvember. Svo eru það stjúpsystkinin Úlfur og Edda, unglingurinn Doddi og að lokum Endalokin.

annaafu
1. og 2. Amma óþekka og Afi sterki
ulfuredda-302x384
3. Úlfur og Edda: Dýrgripurinn
doddi
4. Doddi: Bók sannleikans!
endalokin3
5. Endalokin: Útverðirnir
thordis_gisladottir_svhv
Þórdís Gísladóttir

Þórdís Gísladóttir rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld og hefur þýtt fjölda bóka fyrir börn og fullorðna og sent frá sér námsbækur, skáldverk, ljóðasöfn og barnabækur. Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Leyndarmál annarra (2010) og var tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir þýðingu sína Allt er ást (2012) eftir Kristian Lundberg. Þórdís er einnig höfundur barnabókanna um Randalín og Munda.

Þórdís hefur  unnið sem verkefnastýra og kennari við Háskóla Ísland og Uppsalaháskóla í Svíþjóð, hún hefur starfað sem vefritstjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og þýtt þrettán bækur, ritstýrt tímariti um barnabókmenntir, skrifað um bókmenntir fyrir norska dagblaðið Klassekempen og gert útvarpsþætti fyrir Ríkisútvarpið – RÚV.

Ljóðabókin Velúr (2014) og barnabókin Randalín, Mundi og afturgöngurnar (2015) voru báðar tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

____________________________________________________________

Þórdís Gísladóttir is known for her children’s stories about Randalin and Mundi and her poetry has also been well received. In 2010 Þórdís Gísladóttir received the Tómas Guðmundsson Award for her first poetry work Leyndarmál annarra („Secrets of Others“). Her second book of Poetry, „Velúr“ (2014) and her children’s book Randalín, Mundi og afturgöngurnar (2015) were nominated for the Icelandic literature prize.

Doddi: The Book of Truth! published by Bókabeitan was nominated for the Icelandic Literary Prize and Reykjavik Children’s Literature Prize

hildur_knutsdottir_svhv
Hildur Knútsdóttir

Hildur Knútsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er með BA gráðu í bókmenntum og skapandi skrifum frá Háskóla Íslands. Hildur lærði spænsku á Spáni og Guatemala, þýsku í Þýskalandi og Mandarín í Taívan. Hildur hefur ferðast vítt og breitt um rómönsku Ameríku, Asíu og Evrópu. Hún elskar bækur og byrjaði sjálf að skrifa þegar hún var unglingur.

Hildur skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, kom út árið 2011. Hildur fékk Fjöruverðlaunin fyrir skáldsöguna Vetrarfrí og tilnefningu til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókaverðlauna Reykjavíkurborgar.

Hildur býr í Reykjavík með manni sínum og tveimur ungum dætrum.

https://www.hildurknutsdottir.com/

___________________________________________________________

Hildur Knútsdóttir is born and raised in Reykjavík, Iceland. She has a BA in literature and creative writing from the University of Iceland. Hildur writes for children and adults alike. Her first novel, Sláttur, was published in 2011.

Doddi: The Book of Truth! published by Bókabeitan was nominated for the Icelandic Literary Prize and Reykjavik Children’s Literature Prize. Hildur was awarded Fjöruverðlaunin, the Women’s Literature Prize for Vetrarfrí, and was runner-up in the Icelandic Bookseller awards.

Bókabeitan
Bókabeitan gefur út bækur sem henta til lestrar fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-15 ára. Mest er lagt upp úr vönduðu efni sem er jafnframt spennandi, fyndið og/eða áhugavert.

Bókabeitan hefur einnig tekið að sér ýmis sérverkefni þ.m.t. endurútgáfur og útgáfu ljóðabókar. Hér má sjá nokkrar af helstu útgáfum Bókabeitunnar.

Nýjar bækur:

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eldri bækur:

   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

doddiulfureddaendalokin3tviburar_3dsolbjort_2_3d_smaller

 

 

 

 

 

 

afi_1_3d_smallerhrollur_5_3d_smallerhrollur_4_3d_smallerseidfolkid4

 

 

 

 

 

Bókaflokkar

RokkurhaedirHrollurSeidfolkidKamillaVindmylla

Grimm

 

 

 

Atburdur kamilla Vindmilla kapa copy

Grimmsystur: Úlfur í sauðargæru

SaganAfJoa

Af kynjum og víddumPuti_i_kexinu