fbpx

Eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur

Elstur í leynifélaginu 

Áður var Rögnvaldur langelstur í bekknum en nú hafa hlutverkin snúist við og Eyja er orðin langyngst á dvalarheimilinu með tilheyrandi gríni og glensi.

Eftir skemmtilegan skólavetur eru vinirnir Eyja og Rögnvaldur komin í sumarfrí!

Þegar hinn háaldraði Rögnvaldur flytur á dvalarheimili fær Eyja að fylgja honum á meðan foreldrar hennar eru fastir í vinnu. Fljótlega bætast fleiri krakkar úr bekknum í hópinn.

Saman stofna þau leynifélag og leggja ýmislegt á sig til að komast að því hvort forstöðukona heimilisins sé raunveruleg manneskja eða illt og sálarlaust vélmenni!

 

 

Elstur í bekknum

Það getur verið dálítið skrítið að byrja í nýjum skóla þar sem maður
þekkir engan. En það er eiginlega stórfurðulegt þegar níutíu og sex ára
gamall karl sest við hliðina á manni og enginn kippir sér upp við það!
Fljótlega verða bekkjarfélagarnir Eyja og Rögnvaldur ágætis vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Þegar Eyja kemst að leyndarmáli Rögnvaldar gera þau með sér samning en tekst Eyju að standa við hann?

(lang) Elstur í bekknum er fyrsta skáldsaga Bergrúnar í fullri lengd.  Bókin prýða dásamlegar litmyndir Bergrúnar og uppsetningin miðar að þörfum þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á lestrarbrautinni.

„Algjör snilldarbók – hlýja og innileiki á hverri síðu!“ Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari
„Bókin er skemmtileg, skrýtin og fyndin. Ofur-Eyja er hugrökk og snjöll og hún væri örugglega vinkona okkar ef við værum saman í bekk.“ Sara 8 ára og Erna 5 ára

 

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2