Bækurnar Kepler62 eru samstarfsverkefni rithöfundanna Timo Parvela og Bjørns Sortland og myndskreytisins Pasi Pitkänen. Bókaflokkurinn telur sex titla og eru bækurnar skrifaðar til skiptis á norsku og finnsku. Erla E. Völudóttir þýðir úr báðum málum.

Bækurnar eru æsispennandi og gerast í náinni framtíð. Offjölgun mannkyns hefur orðið til þess að næstum allar auðlindir jarðar eru á þrotum. Mannfólkið berst í bökkum við að lifa af.

Bók 1: Kallið

Hinn 13 ára gamli Ari lítur eftir Jonna, litla bróður sínum sem er smitaður af undarlegum vírus. Strákunum hefur tekist að verða sér út um nýja tölvuleikinn, Kepler 62, sem sagt er að nánast ómögulegt sé að klára. Saman tekst bræðrunum hið ómögulega og komast að því að Kepler 62 er meira en bara leikur.

Bók 2: Niðurtalningin

Börn um allan heim keppast að að klára þennan undarlega tölvuleik. María, 14 ára dóttir vellauðugs vopnaframleiðanda, notar óhefðbundnar leiðir til að klára leikinn og vinna. En vinna hvað?

Henni er flogið til Area 51 í Nevada þar sem hún er í fámennum hópi útvalinna barna. Krökkunum er ætlað að yfirgefa jörðina til að rannsaka og nema land á fjarlægri plánetur sem gæti mögulega verið lífvænleg. Area 51 er allt sem sagt er og meira til. María uppgötvar hvíslarann, veru frá annarri plánetu sem varar hana við að halda í geimferðina. En María virðist ekki hafa val …

 

 

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2