Mynd_Rut

 

Ragnhildur er fædd árið 1988 og hefur verið með nefið ofan í bók frá sjö ára aldri. Með tímanum þróaðist þetta ágæta áhugamál yfir í sannkallaða lesfíkn sem hún hefur þó (að mestu) lært að hemja. Hún les til dæmis (næstum) aldrei fyrir svefninn, því þá sofnar hún ekki fyrr en að ganga sex um morguninn.

Ragnhildur er menntuð sem sagnfræðingur og sérhæfir sig í miðöldum en reynir þó að halda ímyndunaraflinu og akademískum vinnubrögðum sem mest aðskildum. Oftast leggur hún sig fram við að fá fólk til að hlæja en hún hefur líka gaman af því að skálda upp óhugnalegar aðstæður og persónur sem burðast um með myrk leyndarmál.

Koparborgin er hennar fyrsta skáldsaga.