fbpx

Í samstarfi við japanska teiknarann Ryoko Tamura hefur Guðni skapað sérstaklega litrík og einstökt ævintýri fyrir börn og fullorðna.

 

Stelpan sem týndi litla bróður sínum í ruslinu (og komst í kynni við bollamörgæsir og leðjubirni)

Þrúði þykir ekkert leiðinlegra en að taka til. Dálítið rusl hefur aldrei truflað hana – fyrr en það gleypir alla fjölskylduna hennar!

Tilneydd leggur Þrúður upp í stórhættulegan og æsispennandi leiðangur gegnum gamlar matarleifar, óhreinan þvott og ógeðiseyðimörk til að finna bróður sinn og kljást við hið alræmda Ruslhveli.

 

 

 

Stelpan sem ákvað að flytja húsið sitt upp á fjall (og þurfti að berjast við vélkjúklinga og sjóræningjaeðlur)

Það getur verið erfitt að eiga foreldra sem eru alltaf uppteknir – sérstaklega þegar eðlusjóræningjar ráðast á húsið þitt.
Það er undir Þrúði (og hundinum Jóa) komið að sameina fjölskylduna og berja innrásina á bak aftur. Helst án þess að trufla skrímslið …

 

 

EymundssonHeimkaup logo PNG

BMMforlagid2