Vinirnir Guðrún, Kjartan og Bolli eru á leið í skólaferðalag að Laugum en áður en þau eru svo mikið sem mætt á staðinn fara ALLAR áætlanir út um þúfur. Bráðfjörug saga um vináttu, svik, hrekki, hefnd … og svolítið um ástina. Þriðja bók höfundar en fyrri tvær hafa notið mikilla vinsælda.
Höfundur: Hjalti Halldórsson
Kápa: Blær Gudmundsdottir